sudurnes.net
Ferskur FöstudagsÁrni tekur ofan fyrir Oddnýju - Local Sudurnes
Vegna anna í kosningabaráttunni náði ég ekki að kasta fram föstudagspistli í síðustu viku og því blanda ég saman uppgjöri tveggja vikna í þessum pistli. Já, kosningarnar eru að baki og vonandi er blóðþrýstingurinn að jafna sig hjá þjóðinni, eða ég hélt það allavega. Kjararáð náði að kasta inn bombu sem jók sölu blóðþrýstingslyfja svo um munar. Auðvitað er þetta svakalegt stökk svona á einu bretti en ég styð þessi launakjör þingmanna. Talandi um ksoningar þá voru þær að mörgu leyti ótrúlegar. Skoðanakannanir síðustu daga stóðust ekki líkt og hefur verið áður. Eina könnunin sem var næst úrslitum var sala á kleinuhringjum merktum stjórnmálaflokkum – vitum hvernig við mælum fylgið næst. Kosningavaka Samfylkingarinnar breyttist á augabragði í erfidrykkju. Oddný Harðardóttir braut þó blað í íslenskri stjórnmálasögu sem formaður og axlaði ábyrgð á gengi flokksins. Þetta er nýlunda og ég tek ofan fyrir Oddnýju. Heill flugfarmur af fjölmiðlafólki og búnaði var lentur á klakanum til að fylgjast með pírötum og umheimurinn beið spenntur að sjá hvort Ísland yrði virkilega fyrsta landið í heimi til að kjósa yfir sig pírata. Fýluferð hjá þessum fjölmiðlum enda úrslitin vægast sagt vonbrigði. Píratar voru að mælast með 40% fylgi ekki fyrir löngu en það skilaði [...]