Nýjast á Local Suðurnes

Loksins einn besti flugvallarbar heims

Loksins bar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar var í sumar var tilnefndur sem einn af bestu flugstöðvarbörum heims á AirportFAB2016 verðlaunahátíðinni sem fór fram í Genf. Loksins fór þó ekki með sigur að hólmi heldur var það The Windmill á Stansted flugvelli sem fékk flest atkvæði en sá íslenski varð í öðru til þriðja sæti ásamt barnum á Birmingham flugvelli. Frá þessu er greint á vef Túrista.

Loksins var einnig tilnefndur í flokki þeirra flugvallarveitingastaða sem þóttu endurspegla heimaland sitt best en á barnum er m.a. lögð áhersla mikið úrval af íslensku öli og féll bjórlistinn meðal annars í kramið hjá útsendurum ferðaritsins Travel&Leisure sem útnefndu Loksins sem einn af 8 bestu bjórbörunum heims fyrir þyrsta flugfarþega í fyrra.

Í heildina þótti dómnefnd FAB úrval veitinga á Kaupmannahafnarflugvelli skara fram úr í ár en þar, líkt og í Leifsstöð, hafa verið gerðar miklar breytingar þegar kemur að mat og drykk. Heathrow í London og Brisbane í Ástralíu fengu næst flest atkvæði.