Nýjast á Local Suðurnes

Rausnarleg gjöf Íslandsbanka til Reykjanesbæjar

Fyrir breytingar á eignarhaldi Íslandsbanka á síðasta ári var tekin ákvörðun um að gefa til valinna safna um allt land nokkurn hluta listaverkasafns bankans sem fjallað var um í nafnaskýrslu í listfræðilegu mati á listaverkasafni Íslandsbanka árið 2009. Að því tilefni tók Listasafn Reykjanesbæjar, við rausnarlegri gjöf frá Íslandsbanka.

Myndverkinn eru: Heiða við eldinn, lágmynd í stærðinni 160×270 sm, eftir Hulda Hákon og olíumálverk eftir Jóhannes Kjarval, í stærðinni 150×105 sm

Listasafn Reykjanesbæjar þakkar það traust sem því er sýnt með myndverka gjöf Íslandsbanka og mun safnið setja upp listaverkinn í anddyri Listasafns Reykjanesbæjar, við afhendingu í nokkra daga svo íbúar Reykjanesbæjar geti kynnt sér gjöfina.