Nýjast á Local Suðurnes

Göngunni lokið en áfram verður safnað

Sigvaldi Arnar gekk að meðaltali heilt maraþon á dag

Sigvaldi Arnar Lárusson lofaði syni sínum að hann myndi ganga frá Kefla­vík til Hofsóss ef knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson yrði ekki valinn íþróttamaður ársins 2014, hann stóð við stóru orðinn og gekk að meðaltali heilt maraþon á dag eða rúmlega 40 kílómetra, mest gekk Sigvaldi 60 km á einum degi. Sigvaldi ákvað að leggja góðu mál­efni lið í leiðinni og safn­ar fé fyr­ir Um­hyggju, fé­lag lang­veikra barna.

Þrátt fyr­ir að göng­unni sé lokið held­ur söfn­un­in áfram til 1. júlí. „Söfn­un­in held­ur áfram í hálf­an mánuð en ég ætla ekki að halda áfram að labba í hálf­an mánuð!“ Sagði Sigvaldi í samtali við MBL.is.

Hægt er að styrkja söfn­un­ina með því að leggja inn á reikn­ing: 0142-15-382600 kt. 090774-4419. Einnig er hægt að hringja og styrkja Um­hyggju: 901-5010 fyr­ir 1000kr, 901-5020 fyr­ir 2000kr og 901-5030 fyr­ir 3000kr.

Ljósmynd: Facebook – Umhyggju gangan