Göngunni lokið en áfram verður safnað
Sigvaldi Arnar gekk að meðaltali heilt maraþon á dag

Sigvaldi Arnar Lárusson lofaði syni sínum að hann myndi ganga frá Keflavík til Hofsóss ef knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson yrði ekki valinn íþróttamaður ársins 2014, hann stóð við stóru orðinn og gekk að meðaltali heilt maraþon á dag eða rúmlega 40 kílómetra, mest gekk Sigvaldi 60 km á einum degi. Sigvaldi ákvað að leggja góðu málefni lið í leiðinni og safnar fé fyrir Umhyggju, félag langveikra barna.
Þrátt fyrir að göngunni sé lokið heldur söfnunin áfram til 1. júlí. „Söfnunin heldur áfram í hálfan mánuð en ég ætla ekki að halda áfram að labba í hálfan mánuð!“ Sagði Sigvaldi í samtali við MBL.is.
Hægt er að styrkja söfnunina með því að leggja inn á reikning: 0142-15-382600 kt. 090774-4419. Einnig er hægt að hringja og styrkja Umhyggju: 901-5010 fyrir 1000kr, 901-5020 fyrir 2000kr og 901-5030 fyrir 3000kr.
Ljósmynd: Facebook – Umhyggju gangan