Nýjast á Local Suðurnes

Guðmundur Auðun Íslandsmeistari í póker

Keflvíkingurinn Guðmundur Auðun Gunnarsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í póker í kvöld eftir þriggja daga keppni. Guðmundur hlýtur að launum vegleg peningaverðlaun auk farandbikars.

Guðmundur Auðun er reyndur spilari sem hefur lengi verið áberandi í íslensku pókersenunni, en hann komst meðal annars á lokaborðið á íslandsmótinu árið 2012 þar sem hann endaði í 4.sæti.