Nýjast á Local Suðurnes

Blaut- og sótthreinsiklútar stífla lagnir

Töluvert er um að blautþurrkur og eldhúspappír rati í salerni íbúa í Reykjanesbæ og festist í dælum og öðrum búnaði skólphreinsistöðvar í Njarðvik, með tilheyrandi vandræðum fyrír starfsfólk áhaldahúss sveitarfélagsins.

Í færslu á Facebook síðu Reykjanesbæjar biðlar framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar til íbúa að setja slíkar þurrkur í rusl en ekki salerni.

Sæl verið þið

Við erum að lenda töluvert í þessu líka í hreinsistöðin í Njarðvík hús tekur við allri fráveitu frá Njarðvík og Ásbrú. Það er mjög mikilvægt að íbúa hendi ekki sprittklútum og eldhúsrúllum í salernin því þetta eyðist ekki í kerfinu heldur festist í dælum og öðrum búnaði. Bið ykur því vinsamlegast að setja allt slíkt í ruslið.

[https://www.veitur.is/frett/ohreinsad-skolp-i-sjo-vegna-blautkluta](https://www.veitur.is/frett/ohreinsad-skolp-i-sjo-vegna-blautkluta)