Nýjast á Local Suðurnes

Unnið að því að finna nýjann rekstraraðila fyrir Marriott hótel

Mynd: Aðaltorg.is

Unnið er að því að finna rekstraraðila fyrir nýtt Marriott-hótel sem stendur til að opna við Keflavíkurflugvöll á næstunni. Til stóð að hótelrekstrarfélagið Capital Hotel yrði rekstraraðili hótelsins, en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins gekk sú ráðstöfun ekki upp og vinnur Aðaltorg, byggingaraðili hótelsins nú að því að finna nýjan rekstraraðila.

Upphaflega var gert ræað fyrir að opna hótelið síðastliðið haust en því var síðar frestað og til stóð að opnunin yrði í febrúar á þessu ári. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins fengust ekki upplýsingar um hvort sú áætlun stæðist.