Nýjast á Local Suðurnes

Norðurljósin léku listir sínar í nótt – Stórkostlegt myndband frá OZZO

Norðurljósin léku listir sínar á Reykjanesi í nótt og náði ljósmyndarinn Óli Haukur Mýrdal, OZZO, flottum myndum af dýrðinni.

Myndbandið sem ljósmyndarinn birti á efnisveitunni Vimeo í morgun er tekið með dróna víðsvegar á Reykjanesi. Sjón er sögu ríkari og því tilvalið að skoða myndbandið hér fyrir neðan.

Northern Lights shot with a Drone from O Z Z O Photography on Vimeo.