Nýjast á Local Suðurnes

Vegleg 17. júní dagskrá í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum

Á föstudag er þjóðhátíðardagur okkar íslendinga og verður hátíðleg skemmtidagskrá þann daginn í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum.

Hér fyrir neðan eru tenglar á dagskrár allra sveitarfélaganna og nokkuð ljóst að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dagskráin í Reykjanesbæ

Dagskráin í Garði

Dagskráin í Grindavík

Dagskráin í Sandgerði

Dagskráin í Vogum

Þá verður hið árlega 17. júní hlaup Ungmennafélags Njarðvíkur haldið föstudaginn 17. júní nk. Ungmennafélag Njarðvíkur stóð fyrst fyrir hlaupinu árið 1977 og hefur skipulagt um árabil. Að þessu sinni er framkvæmdin í höndum knattspyrnudeildar UMFN. Hlaupið hefst klukkan 11 og boðið er upp á hressingu að hlaupinu loknu.