Nýjast á Local Suðurnes

Tíu milljóna skautasvell verði klárt á aðventunni

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur veitt heimild fyrir byggingu á skautasvelli í skrúðgarðinum í Keflavík og er áætlað að setja 9,6 milljónir króna í verkefnið.

Framtíðarnefnd sveitarfélagsins ræddi málið á fundi sínum og leggur til að kraftur verði settur í verkefnið þannig að svellið verði klárt til notkunar á aðventunni.