Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar fá markvörð – Berst um stöðuna við Sindra

Keflvíkingar hafa gengið frá samkomulagi við markvörðinn reynslumikla Sigmar Inga Sigurðarson en hann hefur meðal annars leikið með Breiðabliki, Haukum og nú síðast Fram þar sem hann hefur verið varamörkvörður á þessu tímabili eftir að hafa leikið fyrstu tvo leiki liðsins. Þetta kemur fram á Vísi.is.

Jóhann Birnir Guðmundsson annar þjálfari Keflvíkinga sagði við Vísi að Sigmar þyrfti að berjast við Sindra Ólafsson um stöðuna en Jóhann segist ánægður með framistöðu markvarðarins unga í undanförnum leikjum.

Sigmar verður væntanlega í leikmannahópi Keflavíkur gegn uppeldisfélaginu Breiðablik þann 5. ágúst næstkomandi.