Nýjast á Local Suðurnes

Samið um rekstur fjölskylduheimilis

Velferðarsvið Reykjanesbæjar hefur gert samning um rekstur fjölskylduheimilis í Reykjanesbæ fyrir barnavernd og hefur Barnaverndarstofa veitt leyfi til að vista þrjú börn á aldrinum 12-18 ára á heimilinu.

Markmið með fjölskylduheimilinu er að reka heimili fyrir börn sem geta ekki búið heima hjá sér og veita þeim öryggi, umönnun, stuðning og vernd. Með því að reka fjölskylduheimili í Reykjanesbæ er verið að stuðla að sem minnstri röskun í lífi barnanna þar sem þau geta verið í sínu umhverfi, að styðja við þau í skóla/atvinnu, íþróttum og tómstundum.

Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs og staðan verður endurmetin í desember 2020.