Nýjast á Local Suðurnes

Meta kosti þess að setja upp fjölnota íþróttahús í Suðurnesjabæ

Bæjarstjóra Suðurnesjabæjar hefur verið falið að leita eftir tilnefningum í starfshóp til að meta kosti þess að byggja knattspyrnuvöll með gervigrasi í hinu nýsameinaða sveitarfélagi. Þá verða einnig skoðaðir kostir þess að byggja fjölnota íþróttahús.

Tillagan kemur frá D og J lista og var minnisblað þess efnis lagt fram og rætt á síðasta fundi bæjarráðs. Á fundinum var samþykkt að vísa málinu til íþrótta-og tómstundaráðs til kynningar og sem fyrr segir var bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.