sudurnes.net
FöstudagsÁrni á laugardegi: Leit í Öskjuhlíð rof á friðhelgi feluhomma? - Local Sudurnes
Gleðilegt ár kæru vinir og takk þið sem gluggað hafið í föstudagspistilinn hjá mér á árinu. Það er gott að finna að einhver hefur gaman af ruglinu í manni. Sjálfsögðu byrjum við nýtt á á einum ferskum föstudagspistli og vonandi verða þeir fleiri á árinu. Ég verð að viðurkenna að ég misskildi fyrst fréttirnar þegar ég sá fyrirsögnina um bankarán í Landsbankanum. Hélt að þarna ætti við launahækkun bankastjórans um rúma hálfa milljón á mánuði. Sem er auðvitað eins og köld vatnsgusa framan í öryrkja og eldri borgara þar sem íslenska ríkið á banka-ræfilinn. Árni Árna „Skíttu í píkuna á þér“ er setning vikunnar. Formaður Sjómannasambandsins lét þessi orð falla á samskiptamiðlum í samtali sínu við sjómann. Greinilega dannaður og vandaður formaður þarna á ferðinni sem fær án efa ölmusu frá útgerðarmönnum. Árið byrjar á kjarabaráttu sjómanna sem hafa verið samningslausir um árabil og öllum skítsama. Enda er þetta stétt sem hefur nánast aldrei náð árangri í kjarabaráttu og ávallt fengið á sig neyðarlög á Alþingi. Það er með ólíkindum þegar kjaramál sjómanna eru skoðuð. Margir hverjir þurfa að greiða kvótaleigu með útgerðinni sem og olíukostnað. Þetta er svipað og flugstjórar greiddu bensínið á flugvélarnar og tækju þátt í greiðslu [...]