Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla fargaði bendli

Sterk­um græn­um geisla var beint að um­ferð í Reykja­nes­bæ um helg­ina. Geisl­an­um var meðal ann­ars beint að bif­reið lög­reglu­manns sem var á ferðinni og lék eng­inn vafi á hvaðan geisl­inn kom að sögn lög­reglu.

Lög­reglu­menn ræddu við hús­ráðend­ur í viðkom­andi húsi og kom þá í ljós að fjög­urra ára gam­all son­ur þeirra hafði verið að leika sér með leiser­bendil í glugg­an­um um kvöldið.

Fólk­inu var tjáð að styrk­ur bendils­ins væri það mik­il að geisl­inn gæti bein­lín­is verið hættu­leg­ur. Fólkið bað lög­reglu að taka hann og farga hon­um.