Nýjast á Local Suðurnes

Handtekinn eftir 154 símtöl í neyðarlínuna

Ölvaður einstaklingur hringdi að tilefnislausu vel á annað hundrað símtöl til neyðarlínunnar 112 á einum sólarhring í vikunni. Lögreglunni á Suðurnesjum var gert viðvart um háttsemi mannsins þegar hann hafði hringt 100 símtöl  og fóru lögreglumenn á heimili hans og ræddu við hann um alvarleika þess athæfis að hefta línur neyðarlínunnar.

Ekki dugði það til því eftir það hringdi hann samtals 54 símtöl í 112. Þegar lögreglumenn fóru heim til hans í fjórða sinn brást hann illa við með æsingi og ógnandi framkomu. Hann var því handtekinn og vistaður í fangaklefa meðan áfengisvíman var að renna af honum.