Nýjast á Local Suðurnes

Skilaboð frá lögreglu: Merki um að það styttist í næsta gos

Lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um hefur sent frá sér tilkynningu þar sem rétt þykir að árétta neðan­greint:

Rík­is­lög­reglu­stjóri féll frá  fyr­ir­mæl­um um brott­flutn­ing  úr Grinda­vík frá og með 19. fe­brú­ar 2024.   Ákvörðun rík­is­lög­reglu­stjóra um brott­vís­un, með heim­ild í 24. gr. laga um al­manna­varn­ir nr. 82/​2008, tók gildi 15. janú­ar sl. og var síðan fram­lengd einu sinni eða þann 4. fe­brú­ar sl.   

Með hliðsjón af fram­an­sögðu ákvað lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um að heim­ila Grind­vík­ing­um og þeim sem starfa Í Grinda­vík að dvelja og starfa í bæn­um all­an sól­ar­hring­inn.  Mik­il­vægt er að hafa neðan­greint í huga.

  • Íbúar og starfs­menn fari inn í bæ­inn á eig­in ábyrgð.   Hver og einn verður að bera ábyrgð á eig­in at­höfn­um eða at­hafna­leysi.  Lög­reglu­stjóri tek­ur skýrt fram að Grinda­vík er ekki staður fyr­ir barna­fólk eða börn að leik.   Þar eru ekki starf­rækt­ir skól­ar og innviðir eru í ólestri.  Lög­reglu­stjóri mæl­ir ekki með því að fólk dvelji í bæn­um.
  • Jarðsprung­ur eru víða í og við bæ­inn og sprung­ur geta opn­ast án fyr­ir­fara.   Hætta er met­in tölu­verð á jarðfalli ofan í sprung­ur og sprungu­hreyf­ing­um.  Mót­vægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi sem fel­ast m.a. í kort­lagn­ingu, jarðkönn­un, jarðsjár­mæl­ing­um og sjónskoðun.  Þá hafa sprung­ur verið girt­ar af.
  • Grinda­vík er lokuð öll­um öðrum en viðbragðsaðilum, íbú­um bæj­ar­ins, starfs­mönn­um fyr­ir­tækja bæj­ar­ins og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa.  Fjöl­miðlafólk hef­ur heim­ild til að fara inn í bæ­inn með sama hætti og íbú­ar og starfs­menn fyr­ir­tækja. 
  • Á starfs­svæði Bláa Lóns­ins og HS orku er hætta á hraun­flæði.   Um tíma þrengdi að aðkomu­leiðum þegar hraun rann yfir Grinda­vík­ur­veg og lokaði leiðinni inn að Bláa Lón­inu, Nort­hern Lig­ht Inn og HS orku.  Lagður var veg­ur yfir ný runnið hraunið og aðkoma um Grinda­vík­ur­veg opnuð að nýju. 

Þá segir í tilkynningunni að enn séu hætt­ur á svæðinu í kjöl­far eld­goss við Stóra Skóg­fell og aðstæður inn­an og utan hættu­svæða geta breyst með litl­um fyr­ir­vara.  Þá geta hætt­ur leynst utan merktra svæða.  Land rís í Svartsengi og merki eru um að það stytt­ist í næsta gos vegna þeirr­ar kviku sem safn­ast nú sam­an und­ir Svartsengi.

Lok­un­ar­póst­ar eru við Bláalóns­veg, Nes­veg og Suður­strand­ar­veg.  Þá er ekki hægt að aka Grinda­vík­ur­veg inn til Grinda­vík­ur þar sem hraun rann yfir þjóðveg­inn í eld­gos­inu 14. janú­ar sl. 

Til að vekja at­hygli fólks á aðsteðjandi hætt­um hafa verið sett­ir upp þrjár viðvör­un­ar­f­laut­ur í Grinda­vík.  Þá er ein slík við Bláa lónið og önn­ur við HS orku í Svartsengi.   Í kvöld kl. 22 verða þess­ar flaut­ur reynd­ar en það hef­ur verið gert einu sinni áður.“ 

„Fáir Grind­vík­ing­ar kjósa að dvelja í bæn­um næt­ur­langt.  Þeim er það heim­ilt en lög­reglu­stjóri mæl­ir ekki með því.  Lög­reglu­stjóri bend­ir á að lík­legt er að það stytt­ist í næsta gos og biður fólk um að taka til­lit til þess.   Fyr­ir­vari vegna næsta eld­goss gæti orðið mjög stutt­ur.  

Það er mat vís­inda­manna að ef til eld­goss kem­ur, er lík­leg­ast að kvik­an leiti frá Svartsengi yfir í Sund­hnúkagígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skóg­fells og Haga­fells. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yf­ir­borðið kæmu fram í skyndi­legri, staðbund­inni og ákafri smá­skjálfta­virkni. Ef horft er til fyrri eld­gosa á svæðinu gæti nýtt eld­gos haf­ist með skömm­um fyr­ir­vara, inn­an við 30 mín­út­ur, allt eft­ir því hvar á Sund­hnúks­gígaröðinni kvika kem­ur upp.  Ekki er hægt að úti­loka að gos komi upp inn í Grinda­vík þótt það telj­ist ólík­legt.“