sudurnes.net
Skilaboð frá lögreglu: Merki um að það styttist í næsta gos - Local Sudurnes
Lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um hefur sent frá sér tilkynningu þar sem rétt þykir að árétta neðan­greint: Rík­is­lög­reglu­stjóri féll frá fyr­ir­mæl­um um brott­flutn­ing úr Grinda­vík frá og með 19. fe­brú­ar 2024. Ákvörðun rík­is­lög­reglu­stjóra um brott­vís­un, með heim­ild í 24. gr. laga um al­manna­varn­ir nr. 82/​2008, tók gildi 15. janú­ar sl. og var síðan fram­lengd einu sinni eða þann 4. fe­brú­ar sl. Með hliðsjón af fram­an­sögðu ákvað lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um að heim­ila Grind­vík­ing­um og þeim sem starfa Í Grinda­vík að dvelja og starfa í bæn­um all­an sól­ar­hring­inn. Mik­il­vægt er að hafa neðan­greint í huga. Íbúar og starfs­menn fari inn í bæ­inn á eig­in ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eig­in at­höfn­um eða at­hafna­leysi. Lög­reglu­stjóri tek­ur skýrt fram að Grinda­vík er ekki staður fyr­ir barna­fólk eða börn að leik. Þar eru ekki starf­rækt­ir skól­ar og innviðir eru í ólestri. Lög­reglu­stjóri mæl­ir ekki með því að fólk dvelji í bæn­um.Jarðsprung­ur eru víða í og við bæ­inn og sprung­ur geta opn­ast án fyr­ir­fara. Hætta er met­in tölu­verð á jarðfalli ofan í sprung­ur og sprungu­hreyf­ing­um. Mót­vægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi sem fel­ast m.a. í kort­lagn­ingu, jarðkönn­un, jarðsjár­mæl­ing­um og sjónskoðun. Þá hafa sprung­ur verið girt­ar af.Grinda­vík er lokuð öll­um öðrum en viðbragðsaðilum, íbú­um bæj­ar­ins, starfs­mönn­um [...]