sudurnes.net
Gerði upp eldsneytisreikning í fylgd lögreglu - Local Sudurnes
Erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið varð uppvís að því í fyrradag að taka eldsneyti í Njarðvík og stinga síðan af án þess að greiða fyrir það. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um málið og hafði hún skömmu síðar upp á viðkomandi, konu á þrítugsaldri. Konan sú gat ekki sýnt fram á að hún hefði greitt fyrir bensínið og óku lögreglumenn henni til Njarðvíkur þar sem hún gerði upp sín mál og var frjáls ferða sinna að því loknu. Meira frá SuðurnesjumGjörsamlega út úr heiminum eftir inntöku hakakrosstöfluLögregla lagði hald á kannabisklumpa og hakakrosstöflurMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnÞrír á einni vespu sinntu ekki stöðvunarmerkjum lögregluRéttindalausir ökumenn í árekstrumÞarf að mæta reglulega á lögreglustöð eftir að hafa framvísað fölsuðu skírteiniUngur ökumaður stöðvaður á 123 km. hraða á NjarðarbrautBiðla til ökumanna að skoða myndavélar“Það er ömurlegt að líða illa” – Magnús Þór Gunnarsson ræðir veikindi sínHandtekinn með amfetamín í sokknum og lyf á víð og dreif um heimilið