Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitir kallaðar út þegar skemmtibát rak að landi

Skemmtibát­ rak að landi við Voga á Vatnsleysuströnd í gærkvöldi. Björgunarsveitir frá Vogum og Reykjanesbæ voru kallaðar út.

Samkvæmt frétt á vef mbl.is komst áhöfn­in í land af eig­in ramm­leik og slysa­laust.

Björg­un­ar­sveitar­fólk dró bát­inn því næst til hafn­ar í Vog­um og fylgdu aðrir björg­un­ar­bát­ar hon­um til ör­ygg­is. Gengu aðgerðir vel þrátt fyr­ir að vont hefði verið í sjó­inn.