Sérstakir opnunartímar fyrir eldri borgara og viðkvæma
Tvær verslanir Nettó og tvær verslanir Kjörbúðarinnar á Suðurnesjum munu bjóða upp á sérstaka opnunartíma fyrir eldri borgara og viðkvæma frá klukkan 9 –10 á morgnana, frá og með 17. mars.
Um er að ræða verslanir Nettó í Grindavík og Nettó Iðavöllum og Verslanir Kjörbúðarinnar í Garði og Sandgerði.