Nýjast á Local Suðurnes

Guðjón Árni leggur skóna á hilluna

Bakvörður­inn reyndi Guðjón Árni Ant­on­íus­son leik­ur ekki með Kefla­vík í Inkasso-deildinni í knatt­spyrnu í sum­ar. Guðjón hef­ur sam­kvæmt áreiðan­leg­um heim­ild­um Morg­un­blaðsins ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Guðjón er á 34. ald­ursári og á að baki 203 leiki í efstu deild með Kefla­vík og FH og er átt­undi leikja­hæsti Kefl­vík­ing­ur­inn í deild­inni frá upp­hafi með 170 leiki fyr­ir fé­lagið. Guðjón lék einn A-lands­leik fyr­ir Ísland.