sudurnes.net
Starfsemi leikskóla komin í eðlilegt horf eftir mygluvandamál - Local Sudurnes
Framkvæmdum við endurbætur í leikskólanum Sólborg, sem ráðist var í eftir að mygla greindist í húsnæðinu, er nú lokið og starfsemin því komin í eðlilegt horf. Vestari bygging Sólborgar (nýrri bygging) var tekin í notkun um áramótin eftir endurbætur og nú er semsagt búið að ljúka endurbótum í austari hluta (eldri bygging) Sólborgar. Því hafa þau tæplega 40 börn, sem verið hafa í skólaseli Sandgerðisskóla frá því að mygla greindist í Sólborg sl. haust, getað snúið aftur í leikskólann sinn. Yngstu börnin, um 40 talsins, eru eftir sem áður í Mánaborg á Stafnesvegi. Sólheimar 1-3, sem í daglegu tali er nefnt „brúna hús“ ,hefur verið lokað frá því að mygla greindist þar sl. haust og verður ekki nýtt aftur sem leikskóli. Meira frá SuðurnesjumHS Orka getur ekki tekið þátt í stóriðjuverkefnumFimm mánaða skilorð fyrir kynferðisbrot fyrir utan skemmtistað í ReykjanesbæEldur kviknaði í bílhræjumBætt heilsa í vaktavinnu er nauðsynlegMagnús í kassanum sló í gegn á þrettándagleðiLokað fyrir heita vatnið á þriðjudagVerðkönnun – Bílastofan oftast ódýrust í dekkjum og þjónustuStikuðu þægilega gönguleið að gosinuYfirlýsing frá United Silicon: Fullyrðingar Stundarinnar tilhæfulausar með ölluÍslandsbleikja flytur í Sandgerði – Byggja upp nýja vinnslu af fullkomnustu gerð