Nýjast á Local Suðurnes

Skert starfsemi vegna skorts á læknum

Aðeins einn læknir var á bakvakt á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eftir klukkan sex í gærkvöldi þangað til klukkan átta í morgun. Á meðan var starfsemi bráðamóttökunnar skert. Aðeins var hægt að sinna alvarlega bráðum veikindum og fólk var beðið um að hafa samband við upplýsingamiðstöð Heilsugæslunnar áður en leitað var til bráðamóttöku.

Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV, en þar var rætt við Fjölni Frey Guðmundsson, framkvæmdarstjóra lækninga hjá HSS, sem sagði að ekki hafi verið hægt að manna vaktina vegna læknaskorts.

Fjölnir segir vandan vera tímabundinn og hafi áhrif á fáar vaktir. Búið sé að manna næturvaktirnar næstu daga en mönnunarvandinn gæti haft áhrif á einstaka vaktir þangað til leyst verður úr honum.