Nýjast á Local Suðurnes

Leggja til að þróunarsvæði á Ásbrú verði boðið út

Reykjanesbær leggur til að svæði við Suðurbraut á Ásbrú, þar sem veitingastaðurinn Langbest var áður til húsa, verði boðið út sem þróunarsvæði.

Lagt er til að skipulag þess miði við skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag: Íbúðabyggð við Suðurbraut, Ásbrú, sem unnið var af Alta. Þá verði skipulagslýsing unnin í samráði við skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar og Kadeco fyrir hönd landeigenda.

Samþykkt er að auglýsa reit sem afmarkast við Suðurbraut 765 sem þróunarsvæði. Unnið verði tillaga að deiliskipulagi fyrir reitinn miðað við fyrirliggjandi skipulagslýsingu, segir í fundargerð Umhverfis-og skipulagsráðs.

svona gætu húsin lítið út samkvæmt tillögu