sudurnes.net
Íbúar vilja að ákvörðun skipulagsfulltrúa verði aftukölluð og framkvæmdir stöðvaðar - Local Sudurnes
Íbúar við Víðidal í Dalshverfi í Innri-Njarðvík hafa lagt inn erindi til Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar þar sem heimild skipulagsfulltrúa til breytinga á hæðakóta á lóðunum 34-70 er mótmælt og óska íbúar eftir að ákvörðunin verði afturkölluð og framkvæmdir stöðvaðar. Umhverfis- og skipulagsráð tók málið fyrir á fundi og segir í fundargerðum að útgefið byggingarleyfi sé samkvæmt skilmálum skipulags og ákvörðun skipulagsfulltrúa um hæðakóta mun vera innan heimildar. Þá segir jafnframt að hæðakótar séu ekki tilgreindir í skipulagi og að samkvæmt uppdrætti grenndarkynningar frá því í febrúar 2016 eru húsin ekki sýnd stölluð. Tekið er undir að bygging situr hátt í landi að hluta. Sviðsstjóra falið að ræða við framkvæmdaraðila um lausn að lóðarmörkum og að lóðarhafi taki tillit til þess við landmótun utan um húsin. Meira frá SuðurnesjumÓska eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenningaElsta verktakafyrirtæki landsins vill byggja tugi íbúða í ReykjanesbæMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnSverrir vildi komast yfir fleiri Kadeco-eignirFullur á færibandi þáði gistingu í fangaklefaStakksberg fékk spurningar Reykjanesbæjar vegna kísilvers afhentar frá SkipulagsstofnunEndurnýja sjóvarnir í Garði og SandgerðiSkora á sveitarfélög að sýna Grænlendingum stuðning – Stefna á að safna 50 milljónumBjóða út akstur almenningsvagna innan ReykjanesbæjarHætta viðræðum um sölu á Vatsnesvegi [...]