sudurnes.net
Vinnumálastofnun aðstoði Reykjanesbæ við að styðja frekar við umsækjendur um alþjóðlega vernd - Local Sudurnes
Unnið er að aðgerðaráætl­un um það hvernig hægt sé að styðja frek­ar við um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd í Reykja­nes­bæ. Áætlunin geng­ur út á það að vinnu­mála­stofn­un geti aðstoðað sveitarfélagið við að sjá um þenn­an mikla fjölda sem er í bænum. Þetta kemur fram í máli Guðmundar Inga Guðbrands­sonar, fé­lags­málaráðherra, í spjalli við mbl.is. Guðmundur Ingi seg­ir að fram­boð íbúðar­hús­næðis í Reykja­nes­bæ sé ástæðan fyr­ir því að hlut­falls­lega flest­ar íbúðir hafi verið tekn­ar á leigu af Vinnu­mála­stofn­un í því sveit­ar­fé­lagi en öðrum sveit­ar­fé­lög­um fyr­ir fólk sem sótt hef­ur um alþjóðlega vernd. Hann segir að stefnt sé að því að Vinnumálastofnun veiti aðstoð við að bæta innviðina, þjón­ust­una og virkn­ina. Meira frá SuðurnesjumSamdráttur í Fríhöfninni gæti skaðað birgja og smásalaHagnaður hjá ORF Líftækni í fyrsta sinn á 15 árumHætta starfsemi í Helguvík – Búnaður og fasteignir auglýstar til söluSýning á Ljósanótt kom Hjalta Parelius á kortið – Gefur listaverk að andvirði 100.000 krónurTæplega þúsund áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í desemberFlugvélar Keilis kyrrsettarIsavia afhendir ekki gögn í KaffitársmáliKostnaðarsamt að skreyta hverfin – Leggja áherslu á miðbæ og stofnæðarSnjómokstur gengur hægar vegna bilana í tækjumLögregla biður fólk um að hætta við fyrirhuguð afbrot um sinn