Nýjast á Local Suðurnes

Breytt akstursleið strætó vegna framkvæmda

Aðalgata verður lokuð við Smáratún frá og með deginum í dag, 22. júlí til og með 24. júlí vegna framkvæmda.

Af þessum sökum mun leið R1 hjá innanbæjarstrætó aka þá leið sem sýnd er með grænu á myndinni hér fyrir neðan eða upp Tjarnargötu frá Hringbraut, inn Hátún og upp Aðalgötu.