sudurnes.net
Hlutu styrk til að vinna að svæðisbundnu samráði vegna ofbeldis og afbrota á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Ríkislögreglustjóri og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum hlutu á dögunum styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að upphæð 18.800.000 kr. til að vinna að svæðisbundnu samráði gegn ofbeldi og afbrotum á Suðurnesjum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Grindavík, Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Vogar og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum vinna að svæðisbundnu samráði vegna ofbeldis og afbrota á Suðurnesjum. Sett verður á stofn Velferðarmiðstöð fyrir þolendur ofbeldis, byggða á Family Justice Center-líkaninu. Önnur verkefni munu byggja á sameiginlegu stöðumati aðila um vænlegar áherslur er lúta að ofbeldisvörnum og tilfinningu íbúa fyrir öryggi. Unnin verður sameiginleg aðgerðaáætlun gegn ofbeldi með mælanlegum markmiðum og eftirfylgni tryggð. Meira frá SuðurnesjumIsavia styður við barna- og unglingastarf í ReykjanesbæÍbúafundur um málefni fólks á flóttaVilja búa til nýtt og kröft­ugt fyr­ir­tæki með sameiningu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjaHelgi Jónas slær í gegn með bók um Metabolic – Fæst frítt á AmazonFida fékk hvatningarviðurkenningu FKAHúsnæði ekki ákjósanlegt til leikskólareksturs vegna rakaskemmdaSuðurnesjamaður verður á meðal stærstu eigenda EllingsenSamið um rekstur heilsugæslu í ReykjanesbæÁlag á Fjölskylduhjálp – Aðstoða einungis barnafjölskyldurKöstuðu gullpeningi í sjóinn vestur af Garðaskaga úr TF-GNA