Nýjast á Local Suðurnes

Bjarni hlaut Ólafsbikarinn

Bjarna Sæmundsyni var veittur Ólafsbikarinn á aðalfundi Ungmennafélags Njarðvíkur, sem fram fór á dögunum. Bjarni sem er formaður Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar er vel að titlinum komin sem veittur er af fjölskyldu Ólafs heitins Thordarsen árlega til þeirra sem hafa unnið vel að málefnum félagsins.

Bjarni hefur komið víða að í starfsemi knattspyrnudeildar Njarðvíkur, sem leikmaður í meistaraflokki og sem formaður deildarinnar 2008-2011. þ Þá hefur Bjarni verið formaður barna- og unglingaráðs frá 2016.

bjarni-sæm njarðv fotb