sudurnes.net
Fjölga bílstjórum hjá vefverslun og sótthreinsa innkaupakerrur - Local Sudurnes
Starfs­fólki í af­greiðslu net­versl­un­ar­ Nettó hef­ur verið fjölgað og verið er að skoða leiðir til að fjölga bíl­stjór­um í sam­starfi við veffyrirtækið Aha, sem sér um að aka vör­un­um heim til viðskipta­vina. Mikil aukning hefur orðið á pöntunum í gegnum netverslun fyrirtækisins undanfarið sem að hluta má rekja til Covid 19, en fólki í sóttkví er ráðlagt af Landlæknisembættinu að nota heimsendingarþjónustu sé þess kostur. Þá reynir starfs­fólk Samkaupa, sem rekur Nettó og fleiri verslanir um land allt af fremsta megni að sótt­hreinsa inn­kaupa­kerr­ur, kassa og önn­ur svæði í verslunum fyrirtækisins auk þess sem komið hefur verið upp sprittaðstöðu fyr­ir viðskipta­vini, seg­ir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem birt hefur verið í fjölmiðlum. Meira frá SuðurnesjumNettó segir skilið við Aha og opnar eigin netverslunKuldaleg veðurspá næstu dagaSandgerðisbær gefur frí frá hádegi í dagStyrkja körfuboltann um 15 milljónirStyrkja Njarðvík með fjárframlögum vegna Covid 1919 starfsmenn Grindavíkurbæjar luku PMTO grunnmenntunEyþór Ingi heldur aukatónleikaStarfsmenn erlendra ferðaskrifstofa kynntu sér möguleikana á ReykjanesiWizz bætir í þrátt fyrir hertar aðgerðirStal kortaupplýsingum og ferðaðist vítt og breitt um heiminn