Nýjast á Local Suðurnes

Flugfreyja festi fingur í ruslaopi á salerni flugvélar

Flugfreyja sem hafði fest tvo fingur í ruslaopi inni á salerni flugvélar Turkish Airlines varð þess valdandi að lenda þurfti vélinni á Keflavíkurflugvelli um helgina. Um borð í vélinni var bráðaliði sem gat aðstoðað við að losa fingurna, en flugfreyjan þurfti að leita aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, við skoðun þar kom í ljós að fingur flugfreyjunnar voru óbrotnir.

Þá hafði kvenfarþegi einnig veikst í fluginu og fékk sú einnig skoðun á HS. Flugfreyjan og farþeginn fengu leyfi hjá lækni til að halda áfram för sinni til áfangastaðar. Þetta kemur fram á vef DV.