sudurnes.net
Gikkskjálftar við Reykjanestá - Local Sudurnes
Uppúr klukkan fjögur í nótt hófst jarðskjálftahrina um 4 km norðvestur af Reykjanestá. Þar hafa nú mælst rúmlega 100 skjálftar, sá stærsti 3,7 að stærð klukkan 05:27. Tilkynningar hafa borist frá Grindavík um að hann hafi fundist. Nokkrir yfir 3,0 að stærð hafa mælst í kjölfarið. Enginn órói fylgir virkninni. Líklegast er um að ræða svokallaða gikkskjálfta þar sem spenna er að losna út frá þrýstingi frá kvikuganginum sem myndast hefur við Fagradalsfjall, segir á vef Veðurstofunnar. Meira frá SuðurnesjumStökk í sjóinn eftir háskaakstur – Ók á 100 km hraða í gegnum íbúðagötuFjórir skjálftar yfir 4 að stærð í nóttErlendur á ofsahraða undir áhrifumSkjálftar í hrinunni eru orðnir yfir 100 talsins – Íbúar á Suðurnesjum finna enn skjálftaÍAV bauð best í tvöföldun ReykjanesbrautarÁ þriðja hundrað skjálftar – Sá stærsti í nótt var 5 að stærðNokkuð um að foreldrar noti ekki tilskilinn öryggisbúnað við akstur með börnNota nýtt tæki við hraðamælingar við grunnskólaByggja 37 íbúðir til útleigu til handa öryrkjumGrindvíkingar á skjálftavaktinni