Nýjast á Local Suðurnes

Jóhann og Daníel taka við af Sverri Þór í Grindavík

Daníel Guðni Guðmundsson er tekinn við þjálfun bikarmeistara Grindavíkur í körfubolta kvenna. Þetta kemur fram á Karfan.is. Daníel er að þreyta frumraun sína í meistaraflokksþjálfun en hann hefur leikið með karlaliði Grindavíkur undanfarin ár.

Daníel tekur við þjálfarastarfinu af Sverri Þór Sverrissyni sem stýrði Grindavíkurliðinu í fyrra og gerði það að bikarmeisturum.

Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur tefla því fram nýliðum í þjálfarastarfinu næsta vetur en Jóhann Ólafsson er tekinn við karlaliðinu, einnig af Sverri.