Nýjast á Local Suðurnes

Mikill áhugi á fyrirlestri um einhverfu og skipulagða kennslu

Svanhildur Svavarsdóttir hélt fyrirlestur í Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum (MSS) undir yfirskriftinni „Einhverfa og skipulögð kennsla,“ þar var meðal annars fjallað um Skipulagða kennslu sem aðferð sem byggir á hugmyndafræði TEACHH.

Greinilegt var að mikill áhugi var á fyrirlestrinum, en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum mætti fjöldi fólks og hlustaði á fyrirlesturinn sem haldinn var að tilstuðlan Ólafar Steinunnar Lárusdóttur foreldris í Reykjanesbæ.

Mynd: MSS

Mynd: MSS