Nýjast á Local Suðurnes

Kolbrún Júlía keppir fyrir Íslands hönd á Evrópumóti í hópfimleikum

Landsliðsþjálfarar Íslands í hópfimleikum hafa valið landsliðshópa í fullorðinsflokkum fyrir Evrópumótið í TeamGym sem fram fer í Slóveníu 10. – 16. október næstkomandi. Suðurnesjastúlkan  Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman úr fimleikadeild Keflavíkur er eini Suðurnesjamaðurinn sem kemst í hópinn að þessu sinni en hún keppir í blönduðum flokki.

Kolbrún Júlía er öflug fimleikakona og var fyrr á árinu valin í úrvalshóp Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum.