sudurnes.net
Slökkt á gatnalýsingu í sumar - Verður "rómó" tímabil í lok júlí - Local Sudurnes
Slökkt verður á gatnalýsingu í Reykjanesbæ frá 1.juní – 1.ágúst, í sparnaðarskyni. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson forstöðumaður Umhverfissviðs Reykjanesbæjar tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum, og sagði á léttu nótunum að fáir myndu taka eftir þessu og að þessi ráðstöfun væri ekki tilkomin vegna vanskila sveitarfélagsins við HS Orku. “…frá 1.juní – 1.ágúst höfum við slökkt á gatnalýsingunni í Reykjanesbæ. Hér er því hvorki um bilun að ræða eða búið að loka á okkur. Munu eflaust fáir bæjarbúar finna fyrir þessu nema kanski í lok júlí þá verður þetta smá “rómó”. Öll lýsing ætti svo að vera tendruð og yfirfarin áður en skólar byrja aftur. Njótið sólarinnar..” Meira frá SuðurnesjumKaupendur fyrstu fasteignar velja SuðurnesVindverkir og hárkollur – Funheitur FöstudagsÁrniReynt verður að lágmarka ónæði vegna flugumferðar yfir byggðir ReykjanesbæjarUmhverfisstofnun stöðvaði niðurrif á rússatogaraFjórir milljarðar króna frá lífeyrissjóðum í kísilmálmverksmiðju ThorsilGimli vottaður móðurskóli Leikur að læraEkið á 10 ára barn á rafmagnshlaupahjóli – Lögregla með mikilvæg skilaboð!Erfitt að manna vaktir í aðgerða- og vettvangsstjórnLeitarkafarar þjálfaðir á SuðurnesjumUndirskriftasöfnun vegna deiliskipulags lýkur í kvöld