Nýjast á Local Suðurnes

Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Fjór­ir voru flutt­ir á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja með minni­hátt­ar áverka eft­ir að hafa velt bíl sín­um á Grinda­vík­ur­vegi í nótt.

Að sögn varðstjóra í lög­regl­unni á Suður­nesj­um er bif­reiðin tals­vert skemmd en mik­il hálka er á Grinda­vík­ur­vegi. Þar snjóaði einnig í nótt.