Nýjast á Local Suðurnes

Flugfarþegar hvattir til að fylgjast með spám og tilkynningum

Vegna veðurs getur orðið röskun á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli og um innanlandsflugvelli frá morgni þriðjudagsins 23. maí og fram eftir morgni miðvikudaginn 24. maí 2023. Veðurspá gerir ráð fyrir töluverðum vindi og einhverri úrkomu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en þar eru farþegar hvattir til að fylgjast með upplýsingum um ástand vega á vef Vegagerðarinnar, veðurspá á vef Veðurstofunnar og flugtíma á vef Isavia og hjá viðkomandi flugfélögum.