Nýjast á Local Suðurnes

Leikari vill nýta húsnæði álvers undir framleiðslu á grænmeti

Leikarinn góðkunni, Stefán Karl Stefánsson hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn til þess að nýta húsakost fyrirhugaðs álvers í Helguvík undir framleiðslu á grænmeti.

Þessu lýsir leikarinn yfir á Fésbókarsíðu sinni, en þar segir leikarinn hugmyndina kunna að hljóma brjálæðislega – En þó vera fullkomlega raunhæfa.