Nýjast á Local Suðurnes

Búið að opna Reykjanesbraut eftir alvarlegt slys

Búið er að opna Reykjanesbraut, sem var lokað þegar alvarlegt umferðarslys varð í námunda við álverið í Straumsvík um klukkan sjö í morgun. Þrír slösuðust alvarlega, en slysið varð með þeim hætti að jeppi og fólksbíll sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman á einbreiðum vegakafla.

Miklar tafir urðu á meðan lögregla og sjúkraflutningamenn athöfnuðu sig á vettvangi og var brautin lokuð í tæplega þrjár klukkustundir.