Nýjast á Local Suðurnes

Sví­ar taka upp Suðurnesjamódelið í heimilsofbeldismálum

Fé­lags- og dóms­mála­yf­ir­völd í Vest­ur-Gautlandi í Svíþjóð vinna nú að und­ir­bún­ingi þró­un­ar­verk­efn­is sem bygg­ir á ís­lenskri fyr­ir­mynd og miðar að bættu verklagi og sam­vinnu í heim­il­isof­beld­is­mál­um.

Guðríður Bolla­dótt­ir, formaður Sam­starfsteym­is vel­ferðarráðuneyt­is­ins vegna heim­il­isof­beld­is, seg­ir við mbl.is afar ánægju­legt að Suður­nesja­mód­elið svo­kallaða nái til ná­granna­land­anna enda leggi ráðuneytið ríka áherslu á þetta verklag.

Local Suðurnes fjallaði ítarlega um verkefnið í ágúst, þar kom meðal annars fram að fjöldi sveitarfélaga á Íslandi hafi sýnt áhuga á að taka verkferlana upp auk þess sem verkefninu hafi verið sýndur mikill áhugi erlendis frá. Þá kom einnig fram í umfjölluninni að í upphafi árs 2014 hafi verkefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum og Reykjanesbæjar um heimilisofbeldi „Að halda glugganum opnum“ fengið viðurkenningu vegna nýsköpunar í opinberum rekstri.