sudurnes.net
Stjórnarmaður kísilvers með rúmar þrjár milljónir á mánuði - Local Sudurnes
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, stjórnarmaður í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík, hafði tæplega 3,3 milljónir króna í mánaðarlegar tekjur á síðasta ári. Tekjur Sigrúnar eru þó væntanlega að minnstu leiti tilkomnar vegna starfa hennar fyrir stjórn kísilversins, en hún var forstjóri VÍS lungan af síðasta ári. Í febrúar á þessu ári var tilkynnt að Sigrún Ragna væri sest í stjórn United Silicon í Helguvík. Óhætt er að fullyrða að kísilverksmiðjan sé eitt umdeildasta fyrirtæki landsins og því ljóst að krefjandi verkefni er framundan hjá Sigrúnu Rögnu, segir í Tekjublaði DV, sem greinir frá. Meira frá SuðurnesjumBoða sérfræðinga í loftgæðamálum á sinn fundFæra lífeyrisréttindi vegna fjárfestinga í USi – Festa einn af stærstu hluthöfunum“Mikilvægt að fyrirtæki sem hafa áhrif á umhverfið vakti það vel”Tölfræðin 2017: Fáir nenntu að lesa um fjársöfnun vegna USi, pólitík og hámarkshraðabreytingarReykjaneshöfn hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til framkvæmdaYfirlýsing frá United Silicon: Fullyrðingar Stundarinnar tilhæfulausar með ölluStaða forstjóra Umhverfisstofnunnar verður auglýst til umsóknarHefja alþjóðlega fjársöfnun – “Hætt­um ekki fyrr en við jörðum þessa verk­smiðju”Töpuðu rúmum milljarði á kísilveriFlestir starfsmenn United Silicon búsettir í Reykjanesbæ – Hafa greitt laun á réttum tíma