Nýjast á Local Suðurnes

Tafir á Reykjanesbraut vegna áreksturs

Tveir bílar lentu í árekstri á Reykjanesbraut við Áslandshverfi í Hafnarfirði nú á fimmta tímanum og eru töluverðar tafir á umferð vegna þessa í suðurátt og óvíst hversu lengi þær munu vara.

Haft er eftir varðstjóra slökkviliðs á vef Rúv að ekki sé talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki.