Nýjast á Local Suðurnes

Skerða þjónustu á Ljósmæðravakt HSS vegna manneklu

Vegna óviðráðanlega aðstæðna og manneklu á Ljósmæðravakt er ekki mögulegt að hafa deildina opna á næturnar til loka septembermánaðar hið minnsta. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja.

Konum sem þurfa á aðstoð eða ráðgjöf að halda á lokunartíma er bent á að leita á kvennadeild Landspítalans í síma 543 1000 eða slysa og bráðamóttöku HSS í gegnum neyðarlínuna í síma 112.

Lokað verður á virkum dögum  frá 00.00 til 8.00 og um helgar frá kl. 20.00 til 8.00

Í tilkynningunni kemur fra, að þjónusta deildarinnar verði annars með óbreyttu sniði.