Hjálmar taka lagið í streymi Hljómahallar
Hljómsveitin Hjálmar kemur fram í beinni útsendingu í gegnum streymi á Facebook-síðu Hljómahallar og á vef ruv.is og á Rás 2 í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.
Hljómahöll og Rokksafn Íslands hafa boðið landsmönnum upp á ýmsa tónlistartengda viðburði um þessar mundir í gegnum streymi á netinu á þessum óvissutímum.