sudurnes.net
Nýtt 10.500 fermetra flugskýli Icelandair rís á Keflavíkurflugvelli - Local Sudurnes
Framkvæmdir við Flugskýli Icelandair við Fálkavelli á Keflavíkurflugvelli eru nú í fullum gangi. Fyrstu sperrur húsins voru reistar á dögunum og eru komnar upp, en um er að ræða 95 metra langa stálbita og var hífingin alls 84 tonn að þyngd. Frá þessu er greint á vefnum Byggingar.is. Byggingin sem nú rís og mun hýsa flugskýli Icelandair er um 10.500 fermatra viðbygging sem mun auk flugskýlis, hýsa lagerrými og tengibyggingu við núverandi skýli. Það er Borgarafl ehf. sem hefur umsjón með framkvæmdunum, en fyrirtækið sérhæfir sig í byggingu stálgrindarhúsa og kom meðal annars að framkvæmdum við kísilver United Silicon í Helguvík. Meira frá SuðurnesjumReykjaneshöfn hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til framkvæmdaAGC vill fá lóð Thorsil í Helguvík – Höfða mál gegn Reykjaneshöfn og ThorsilNýtt flugskýli Icelandair skapar á annað hundrað störfUnited Silicon hefja framleiðslu um miðjan júlíUnited Silicon þarf að greiða ÍAV rúman milljarð krónaNýta ekki ákvæði í fjárfestingasamningi – Greiða full gjöld til Reykjanesbæjar og ReykjaneshafnarFyrsta kísilmálmverksmiðjan í Helguvík gangsettGreiða ekki 100 milljóna lóðargjöld vegna tafa á framkvæmdum við hafnargerðYfirlýsing frá United Silicon: Fullyrðingar Stundarinnar tilhæfulausar með ölluHráefni til framleiðslu United Silicon landað í Helguvík