sudurnes.net
Mikil seinkun eða flugi aflýst vegna dróna - Local Sudurnes
Öllum flugferðum til og frá Gatwick flugvelli í London hefur verið seinkað mikið eða þeim aflýst vegna dróna sem sveimað hefur yfir vellinum síðan í morgun. Flugi WOW-air sem fór í loftið klukkan 6:30 í morgun var beint á annan flugvöll og flugi Icelandair sem átti að fara í loftið klukkan rúmlega sjö í morgun var aflýst. WOW-air, Icelandair og easyJet eiga að fljúga til Gatwick síðar í dag eða í kvöld og er ljóst að töluverðar tafir verða á þeim flugum en völlurinn er enn lokaður vegna málsins. Á heimasíðu Gatwick flugvallar segir að völlurinn sé lokaður og eru engar upplýsingar gefnar um brottfarir frá vellinum. Meira frá SuðurnesjumDrónar fundust á KeflavíkurflugvelliMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnFinnair og Norwegian bæta við flugleiðum til og frá KeflavíkurflugvelliFarþegar um Keflavíkurflugvöll komnir yfir sex milljónir í árFrummatsskýrsla metanólverksmiðju til umfjöllunar hjá SkipulagsstofnuneasyJet og Transavia aflýsa vegna veðursVandræði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Fjölmörg útköll lögregluTreystu sér ekki til að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs – Gerðu fjórar tilraunirErlendur á leið til London lét greipar sópa í flugstöðinniMikill áhugi á Græna iðngarðinum í Helguvík