Nýjast á Local Suðurnes

Uppsagnir hjá Airport Associates – Stærsta hópuppsögn síðan varnarliðið fór

Flugþjónustufyrirtækið Airport Associa­tes á Kefla­vík­ur­flug­velli hefur sagt upp 237 af um 500 starfsmönnum sínum. Fyrirtæki er stærsti þjón­ustuaðili WOW air.

Flest­ir starfs­mann­anna eru í Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lagi Kefla­vík­ur og ná­grenn­is en einnig í Versl­un­ar­manna­fé­lagi Suður­nesja, að því er seg­ir í frétt­ mbl.is. Þá er haft eftir Kristjáni Gunnarssyni, formanni VSFK að um sé að ræða stærstu hópupp­sögn á Suðurnesjum síðan banda­ríska varn­ar­liðið fór fyr­ir rúm­um ára­tug.