Nýjast á Local Suðurnes

Hagkaup skellir í lás – Þetta vilja Suðurnesjamenn fá í staðinn!

Verslunarrisinn Hagar hafa lokað sérvöruverslun Hagkaups í Njarðvík, en verslunin var opnuð árið 2007. Í tilkynningu frá þeim Hagkaupsmönnum er ástæða lokunarinnar sögð vera gríðarleg breyting á neysluvenjum Íslendinga.

Nokkuð öflugar umræður urðu um lokunina í Fésbókarhóp íbúa Reykjanesbæjar, hvar flestum virtist sama þó verslunin lokaði, en veltu sér þeim mun meira upp úr því hvað kæmi í staðinn í húsnæðið sem verslunarrisinn hafði til umráða.

Sé eitthvað að marka umræðurnar vildu flestir sjá Rúmfatalagerinn opna í húsnæðinu, en aðrar áhugaverðar hugmyndir skutu upp kollinum, til að mynda vildu einhverjir sjá einhverskonar afþreyingu setta upp í húsnæðinu og voru þannig nefndar hjólaskautabrautir, keilusalur eða líkamsræktarstöð. Þá var Sportbar nefdur til sögunnar ásamt því að einn herramaður hið minnsta vildi fá Dressman verslun í húsnæðið.